
Héðan að sunnan er allt fínt að frétta. Það hefur enginn verið skorinn á Traffic, ekki verið brotist enn inn til okkar eða skorið á dekkin. Ég er sémsagt heil á húfi og kannski frekar útroðin af páskaeggjum sem mamma bíður upp á með kaffinu, eitthvað segir mér að það muni verða þannig langt fram yfir hvítasunnu.
Páskaegg með kaffinu, hvílíl nýting á sælgæti!
Móðir mín er hin hagnýta húsmóðir...
Ég fór á myspace fyllerí. Ég hef haft mitt blessaða mæspeis í góð tvö ár, þetta var það heitasta í LA þegar ég var þar svo að auvðitað varð ég að vera með....
nú ert þetta fyrirbæra svakalega heitt í deit og plögg heimi ísland. Ég fór á allasvakalegt sukk í að skoða vini hinna og þessa, punkaði upp prófílinn minn, addaði fleiri "vinum" og njósnaði um hina og þessa sem ég einu sinni þekkti eða hef farið í sleik við....
ÉG meira gekk svo langt að spá í að hætta að blogga hér og fara bara að blogga þar, hvernig leggst það í landann?
Fjölskyldan mín er sérstök. Hún er sérstök af mörgum ástæðum en ein er sú að við kunnum alla Rocky Horror picture show myndina utanaf og dansana. Tíví-ið er barn númer sex á Tjarnargötunni í Keflavík. Frá blautu barnsbeini hef ég haft sjónvarp inni hjá mér og slíkt telst til sjálfsagðra mannréttinda á mínum bæ, allir verða að eiga sjónvarp. Hátíðadögum er gjarnan eytt fyrir framan hið elskulega Tíví og horft a einhverja "fjölskyldumynd". Þessa páska varð hann Rocky fyrir valinu.
Þarna sátum við fjölskyldan að syngja "Lets do the timewarp again..its just a jump to the left...."
Marel litli bro var dolfallinn af þessari mynd og hefur verið að raula lögin núna í heila viku...
Þessi ást á Rocky er einmitt það sem hefur tengt mig við þó nokkrar vinkonur í gegnum tíðina. Ég og Arna mín þrífum við Rocky og myndum spila ef dj-dúettinn kæmi aftur saman...
Í 10.bekk settum við upp rocky horror atriði sem hneykslaði kennara og samnemendur uppúr skónum... kannski var það því að ein sæt lítil 15 ára stelpa kveikti sér í sígó uppi á sviði og fór svo í sleik við vinkonu sína.... eða kannski var það þegar við drógum hunk út hálf nakið í lítilli speedo olíuborinn með hundaól og keðju um hálsinn skríðandi eftir sviðinu... eða kannski sú fakta að ég var með krippu og stutt ár...
maður spyr sig....
við vorum creatures of the night....
í einni ástarsorg lofaði ég sjálfri mér að ég skyldi finna mann sem elskaði rocky horror og myndi raula með mér lögin.
arna benti mér á að slíkur maður væri til en eflaust samkynhneigður...
oh well, leit minni heldur áfram.
hér í keflvíkinni minni hef ég verið dugleg að fara með lilleman í sund, hitta ljósbrá mína meðan hún var hér á meðal oss, borða mömmu mat og glápa eins og sápa á sjötta fjölskyldumeðliminn...
ótrúlegt hvað hægt er að dást að honum..... eins gott að ég eigi ekki einn heima hjá mér!
ég hef einnig rembst við lærdóm og það er eitthvað sem mér hefur reynst frekar erfitt... þó held ég að mér hafi tekist að æla tveimur verkefnum uppúr mér með astoð hvalsins míns í köben.. enn og aftur, skype er snilld!
best að skella sér enn og aftur í sunda til að halda við bikinífarinu (sést ef þú rýnir vel) og stuðla að fjölgun frekna....
eftir 30 daga fer ég til barcelona...víííííííí.....
sund og prófalestur og myspace fyllerí..
gúd tæmes...
lifið heil, ég vona að ég geri það
siggadögg
-sem ætlar að svífa um í fallegum skóm og sumarkjól þann 11.maí og 12.maí og 13.maí..-
4 ummæli:
Einstaklega finnst mér þú góð í fyrirsögnunum Sigga mín :) Klikkar aldrei á því að segja meira en þú vilt gefa upp :) Finnst alltaf jafn gaman að lesa þessa síðu ! Ef ég vil brosa þá kiki ég hingað :) Ekki ílla meint ! alls ekki sko :)
ohhh vá ég bara roðna.... en annars tók ég þessu ekki illa, enda varla hægt að taka því illa ef ég fæ einhvern til að brosa...
össs hvað er gaman að vita að aðrir elski Rocky Horror, langar svooo að eiga þessa mynd.. finnst hún æði.. hlakka til að sjá þig í bcn... Oddný
úúú.. Rocky Horror er skemmtileg.. þú hefur verið villt Sigga litla lipurtá á unglingsárunum!! hehe.. farin að lesa.. ble!
Skrifa ummæli